Í vikunni eru við búinn að vera mikið úti að leika okkur, börnunum þykkir frábær að mega fara út í peysu/jaka og skóm. Í útiveru eru ýmis boð um verkefni t.d kríta, mála, blása sápukúlur, hlusta á tónlist og dansa.
Á þriðjudag fóru hjóla og kisuhópur í gönguferð með jafnöldrum sínum á Hulduheimum. Farið var í Gufunesbæ, börnin hefuð viljað dvelja þar allan daginn því þeim fannst svo gaman. Farið var í feluleik í stóra kastalanum, mokað í sandinum, hoppað á ærslabelgnum og sullað á vatnasvæðinu, þau börn sem voru mjög huguð fengu leyfi til að fara úr skóm og sokkum og vaða í vatninu við mikla gleði en þau voru sammála um að vatnið væri svoldið kalt en létu það engu að síður stoppa sig.
Hestahópur fór í heimsókn á Hulduheima og voru með elstu börnunum í samverustund og fóru út að leika.
Börnunum í hjóla og kisuhóp finnst svolítið leiðinlegt að þau fái ekki að fara í heimsóknir á Huldu – og Álfheima eins og börnin í hestahópur þegar þau eru í gönguferðum. Á meðan bíða börnin í hestahóp spennt eftir næsta vetri og öllum þeim ferðum sem verða þá.
Börnunum er farið að hlakka til sumarfrísins og hafa verið að tala um hvað þau ætli að gera í fríinu það er allt frá því að vera bara inni að leika í öllu fríinu og fara í ferðalög. Í barnahópnum hefur verið töluverð umræða um Tenerife því nokkur börn af deildinni eru búin að fara þangað og önnur eru á leiðinni þangað.
Í þessari vikur hefur eitt barnið sagt við kennara nokkra daga í röð “ég fór til Tene í gær og kom svo bara heim í morgunn“
Framundan á Fífuborg
Sumarlokun leikskólinn lokar 5. júlí kl 16:30 og opnar aftur 4. ágúst kl. 7:30