Leikskólinn er lokaður allan daginn 1. apríl vegna skipulagsdags. Fyrir hádegi verður m.a. starfsmannafundur og deildarfundir. Einnig verður horft á fyrirlesturinn ADHD og leikskólinn – Hvað getum við gert? Erindið er flutt af Jónu Kristínu Gunnarsdóttir hegðunarráðgjafa, grunnskólakennara og varaformans ADHD samtakanna. Jóel Sæmundsson leikari kemur með gaman fyrirlesturinn Framtíð menntamála en markmiðið með honum er að hrista aðeins upp í starfsfólkinu og hlægja saman. Eftir hádegi kemur Sigurbaldur P. Frímannsson leikskólastjóri með erindi um opinn efnivið og eiginleika hans sem samanstendur af fyrirlestri og að hver deild taki út efniviðinn á sinni deild ásamt umræðum um efniviðinn.
24 Mar 2022