Vinátta

Vináttan

Fífuborg var fyrsti leikskólinn í Reykjavík sem innleiddi kennsluverkefni um Vináttuna sem Barnaheill hefur staðið fyrir kynningu á. Vináttan er kennsluefni sem er hugsað sem forvarnarefni gegn einelti. Gildi kennsluefnisins eru: umhyggja, virðing, umburðarlyndi og hugrekki. Efnið heitir á frummálinu Fri for Blær kemur Smallmobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út af Barnaheill – Save the Children á Íslandi í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Vinátta eða Fri for mobberi byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem eru samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsmenn og foreldra. Á þjóðhátíðardegi Fífuborgar þann 10. júní 2016 má segja að við höfum innleitt Vináttuna formlega í leikskólann þegar Blær vináttubangsi mætti til okkar á athyglisverðan máta. Börnin höfðu fengið bréf frá honum þar sem fram kom að hann væri á leiðinni til Íslands frá Ástralíu en hefði týnst í miðbæ Reykjavíkur. Á þjóðhátíðinni varð svo óvænt uppákoma þegar lögreglumaður á mótorhjóli mætti með Blæ og sagði börnunum að hann hefði beðið lögregluna um hjálp við að finna Fífuborg.

Hér má finna nánari upplýsingar um vináttu verkefnið á heimasíðu Barnaheilla.

Vinaplakat

Skipulagsdagar Fífuborgar 2022 - 2023

 

  • Fim. 22. september 2022. 
  • Fös. 25. nóvember 2022.
  • Mán. 06. febrúar 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
  • Mið. 19. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Fös. 21. apríl 2023. Námsferð starfsmanna.
  • Mið. 10. maí 2023. Sameiginlegur starfsdagur í Rimahverfi.
 HEILSUEFLANDI LEIKSKÓLI
heilsueflandi leikskoli 300x3001 Small
                                                               Vináttubangsi                                                                                   VINÁTTA