Í mars höfum við kynnst Litháen. Við höfum skoðað litháíska þjóðfánann, kynnt okkur þjóðbúninginn, skoðað merkar byggingar í höfuðborginni Vilnius, skoðað bækur með litháískum orðum og kynnt okkur hvaða dýr lifa í Litháen. Síðustu vikuna í mars fáum við svo hefðbundinn litháískan mat í hádegismat. Það ríkir mikil eftirvænting eftir að fá að bragða á því!
Í lok mars fara Hrund og Ásgerður til Vilnius á fund með samstarfsaðilum okkar í Nordplus Junior verkefninu. Á fundinum miðla viðstaddir því sem gert hefur verið í leikskólum þeirra með mynda- og glærukynningum. Einnig er framgangur verkefnisins ræddur og næstu skref ákveðin.
Fleiri myndir frá kynningu á Litháen verða settar á myndasíðuna.
![]() |
|